|
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
september 2024
Lög Björgunarsveitarinnar Brákar
1.gr.
|
Félagið heitir Björgunarsveitin Brák, heimili og varnarþing er í Borgarnesi. Starfssvæði félagsins er svæði 4 samkvæmt svæðisstjórnarskipulagi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. |
2.gr.
|
Hlutverk félagsins eru almenn slysavarna-,hjálpar- og björgunarstörf. Félagið skal standa að þjálfun og æfingum fyrir félaga sína svo þeir verði ávalt færir til að sinna hlutverki félagsins og afla þann búnað sem nauðsynlegur er til starfsins. |
3.gr. |
Félagar geta þeir orðið sem áhuga hafa á slysavarna-, hjálpar- eða björgunarstörfum. Atkvæðisbær er hver félagi sem náð hefur 18 ára aldri og telst hann (fullgildur) félagi eftir eitt ár í starfi. Félagar eru teknir inn í félagið á félags- og aðalfundum. |
4.gr.
|
Félaginu skal skipt í flokka og skulu reglur um flokkana samþykktar á aðalfundi. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og tekur þær ákvarðanir um skipulagsbreytingu sem þörf er á. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok maí ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara, bréflega til allra félagsmanna. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Á dagskrá aðalfundar skal vera :
- Fundarsetning, skipan fundarstjóra og fundarritara.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar lagðir fram.
- Umræður.
- Afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga.
- Lagabreytingar.
- Kosningar.
- Önnur mál.
Á milli aðalfunda fer aðalstjórn með æðsta vald í málefnum félagsins í umboði aðalfundar. Á aðalfundi skulu kosnir 5 menn í aðalstjórn til 1 árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, varaformaður,gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi skulu kosnir sameiginlega. Einn skoðunarmann reikninga skal kjósa til eins árs í senn. Aðalstjórn skal hafa yfirumsjón með fjármálum félagsins og vera í forsvari fyrir félagið út á við. Aðalstjórn skal skipa flokkstjóra yfir einstökum flokkum björgunarsveitarinnar. Stjórnin hefur einnig heimild til að skipa menn í nefndir á vegum félagsins. |
5.gr.
|
Aðalstjórn getur boðað til félagsfundar þegar henni þykir þörf til. Ennfremur er henni skylt að boða til félagsfundar ef ¼ félagsmanna óskar þess skriflega þar sem greint er frá fundarefni. Hafi aðalstjórn ekki boðað til fundar innan 14 daga eftir að henni berst krafa um slíkt geta hlutaðeigandi félagar sjálfir boðað til fundar. |
6.gr.
|
Um réttindi og skyldur félaga gilda eftirfarandi reglur:
- Nafnaskrá yfir alla félagsmenn skal jafnan vera til hjá stjórn félagsins.
- Félagar skulu jafnan bera merki félagsins þegar þeir eru að störfum fyrir félagið.
- Félagar skulu sjálfir eiga lámarks ferðabúnað.
- Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og send aðalstjórn. Við brottför getur félagi ekki gert tilkall til sjóða eða eigna félagsins.
- Félagi getur sætt brottrekstri úr félaginu ef:
- a) Hann verður uppvís að því að spilla áliti félagsins.
b) Hann hefur áfengi eða önnur vímuefni um hönd í starfi fyrir félagið. c) Hann verður uppvís að óviðunandi umgengni um eignir og tæki félagsins.
Ef aðalstjórn ályktar að félagi sé brottrækur úr félaginu skal honum tilkynnt það skriflega. Sætti hlutaðeigandi sig ekki við úrskurð stjórnarinnar, getur hann skotið máli sínu til næsta félagsfundar. |
7.gr.
|
Björgunarsveitin Brák og félagsmenn skulu kappkosta að hafa gott samstarf og samvinnu við önnur félagasamtök sem starfa að forvarnar- og björgunarmálum. |
8.gr.
|
Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi eða framhaldsaðalfund og þurfa 2/3 fundarmanna að samþykkja lagabreytinguna. Þegar leggja á fyrir fund tillögur um lagabreytingar skal þess getið sérstaklega í fundarboði. |
9.gr.
|
Til að tryggja góða nýliðun í sveitina skal Björgunarsveitin Brák starfrækja unglingadeild, skal hún starfa í nánum tengslum við sveitina og lúta stjórn hennar.
Björgunarsveitin skal sjá til þess að ávalt sé hæf stjórnun á deildinni, og ber hún einnig fjárhagslega ábyrgð á unglingadeildinni ásamt stjórnendum hennar. |
Heilræði
Skyndihjálp
Hjartaáfall
Hjartaáfall er afleiðing þess að blóðstreymi til einhvers hluta hjartans minnkar skyndilega eða stöðvast. Skjót greining og rétt viðbrögð er forsenda þess að einstaklingur haldi lífi og nái viðunandi bata.
Einkenni
- Óþægilegur þrýstingur, tak eða sársauki fyrir miðju brjóstinu, sem varir lengur en fáeinar mínútur eða kemur og fer.
- Verkur sem leiðir út í herðar, háls, kjálka, handleggi eða bak.
- Óþægindi fyrir brjósti, sem fylgja svimi, yfirlið, ógleði, sviti og mæði.
- Verkur af völdum hjartaáfalls getur komið fram jafnt í hvíld sem eftir hreyfingu. Hann varir lengur en 10 mínútur og hverfur ekki fyrir tilverknað lyfja.
Skyndihjálp
- Hringdu í Neyðarlínuna (1-1-2).
- Fylgstu náið með ástandi einstaklingsins.
- Hagræða honum í þægilega stöðu.
- Aðstoðaðu hann við töku hjartalyfs ef hann á það.
- Byrjaðu endurlífgun ef viðkomandi missir meðvitund og hættir að anda.
Hjartakveisa Kransæðaþrenglsum getur fylgt brjóstverkur(hjartaöng) rétt eins og hjartaáfalli. Hjartakveisa getur orðið vart eftir líkamlega áreynslu, í kulda, við tilfinningalegt álag eða eftir máltíð. Verkurinn varir sjaldnast lengur en 10 mínútur og hverfur við hvíld eða lyfjatöku.
|
|