Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FRÉTTIR > Útköll
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
1
2

3
4
5
6
7
8
9

10
11
12
13
14
15
16

17
18
19
20
21
22
23

24
25
26
27
28
29
30

31
1
2
3
4
5
6

Fyrri mánuður
mars 2024
Næsti mánuður
17. nóvember 2007 16:18

Föstudaginn 16 nóvember komu jólin í Borgarnes með tilheyrandi ati.

Það má með sanni segja að þeir furðufuglar sem fylgja þessar hátíð fari ekki ótroðnar og hefðbundnar slóðir. Var það úr að björgunnarsveitin var köllu út um klukkan 16:00 til að bjarga gamalli kerlingu sem hafði brugðið sér til sunds á Borgarfirðinum. Fóru 3 félagar úr Brákinn með stóra bátinn suður fyrir brú og út á Borgarfjörð. Þegar þangað var komið sást hvar sú gamla svamlaði í flæðarborðinu á hundasundi. Kom þá í ljós að þetta var hún Grýla gamla. Var hún á leið á Hyrnutog að taka þátt í hátíðarhöldum þar en hafði ekki hugmynd að búið væri að brúa Borgarfjörðin.

Þó svo að henni hafi ekki veitt af baðinu þá var henni bjargað í borð í bátinn og svo inn í bíl. Var síðan ekið með hana í Borgarnes á forgangi. Þessi 13 barna móðir heimtaði að við færum 1 hring um Borgarnes til að kíkja eftir Konna í Loftorku sem hún fullyrti að  væri gamli kærastinn hennar. Þar sem Konni var hvergi sjánlegur var leiðin lögð í Hyrnutorg þar sem saman var komin múgur og margmenni. Þar var Grýlu hjálpað út og fór hún strax að blanda geði  við fólk og blessuð börnin. Þurftu börgunnarsveitarmennirnir að hafa vökult auga með kerlingunni þar sem hún þótti helst til grýluleg í framkomu. Á staðnum var hún hundelt af fjölmiðlum líkt og sjálf Silvía Nótt væri mætt. Að lokum fékk heimamaðurinn Gísli Einarsson fréttamaður hjá RÚV einkviðtal. Var þeð tekið upp á snyrtistofu hér í bæ þar sem einhver hafði séð aumur á Grýlu og gefið henni spa meðferð í jólagjöf. Að lokum var svo Grýlu trillað upp í bíl og ekið með skessuna suður fyrir brú og þaðan arkaði hún svo heim í hellin í Hafnarfjalli.

 

Slóðin á fréttina má finna hér

 

Undirritað af: Erlendur Breiðfjörð


Til baka

Senda á Facebook

Framundan