Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FRÉTTIR > Útköll
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
1
2

3
4
5
6
7
8
9

10
11
12
13
14
15
16

17
18
19
20
21
22
23

24
25
26
27
28
29
30

31
1
2
3
4
5
6

Fyrri mánuður
mars 2024
Næsti mánuður
14. mars 2011 10:21

Óveðursaðstoð á Holtavörðuheiði

Hópur björgunarmanna frá Brák fór til aðstoðar á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku í gærkvöldi, en þar sátu bílar fastir vegna ófærðar og óveðurs. Auk Brákar komu félagar frá Bjsv. Heiðari, Bjsv. Ok, Bjsv. Húnum, Bjsv. Blöndu og Bjsv. Strönd að aðstoð á þessum stöðum. Fjöldi ökumanna og farþega var fluttur í Reykjaskóla þar sem fólk gisti í nótt. Eftirfarandi er frétt um aðstæður á Holtavörðuheiði fengin af vef Morgunblaðsins.

 

40 gistu í Reykjaskóla í nótt

Um 40 manns fengu inni í Reykjaskóla í Hrútafirði í nótt eftir að björgunarsveitir höfðu aðstoðað þá niður af Holtavörðuheiði í aftakaverði. Störfum björgunarsveita á heiðinni lauk ekki fyrr en á þriðja tímanum í nótt. Yfirgefnir bílar eru nú víða á heiðinni, sumir á miðjum veginum.

 

Tilkynningar tóku að berast um hálfníuleytið í gærkvöld um ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði og var óskað eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Heiðars í Borgarfirði til að fara á heiðina, til öryggis. Kl. 20.40 tilkynnti Vegagerðin að þeir treystu sér ekki til að halda heiðinni opið lengur og yrði að fara í aðgerðir við að koma fólki niður af heiðinni.  Var þá í framhaldi settar inn upplýsingar á skilti og vef Vegagerðar að ófært væri um heiðina.

 

Hefðu ekki átt að vera á ferðinni

Kl. 22.00 bættust við björgunarsveitin Brák í Borgarnesi og Húni í vestur Húnavatnssýslu. Tuttugu mínútum síðar voru björgunarsveitir komnir að langri bílalest, efst á heiðinni, milli 20 og 30 bílum og var unnið í að losa um þá sem hindruðu för og komust einhverjir áfram, bæði til norðurs og suðurs.  Mikil fyrirstaða var á há heiðinni og eins við Miklagil. Á miðnætti var tekin ákvörðum um að hætta að reyna að koma bílum áfram og voru farþegar bílana ferjaðir norður fyrir, fyrst í Staðarskála.  Þá voru enn 23 einstaklingar í bílum á há heiðinni. Björgunarsveitin Strönd frá Skagaströnd hafði þá bæst í hópinn til aðstoðar og björgunarsveitirnar orðnar fjórar.

 

Um eittleytið var búið að aðstoða alla farþega úr bílunum og kl. 02:00 var búið að koma öllum niður í Staðarskála. Þá voru þar fyrir um 20 manns úr rútu og að auki voru þar 39 manns úr bílum af heiðinni.  Talið er að 16-18 bílar hafi verið skildir eftir upp á heiðinni. Kl. 02.20 var búið að koma um 40 manns í gistingu í Reykjaskóla og störfum björgunarsveita þar með lokið.  Þá áttu þær sveitir sem komu úr Borgarfirði eftir að koma sér yfir heiðina og heim aftur.

 

Aftakaveður var á heiðinni það sem eftir lifði nætur og hún ófær öllum bílum, nema sér útbúnum jeppum.  Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra varar þó við því á því bílar eru víða á heiðinni og einhverjir þeirra á miðjum veginum og þarf að aka utan vegar til að komast fram hjá þeim. Björgunarsveitir, ásamt Vegagerð munu svo fara af stað með morgninum, þegar veður leyfir, til að aðstoða fólk við að sækja bíla sína og komast áfram leiðar sinnar. Á sama tíma voru nokkrir bílar aðstoðar á Bröttubrekku og komu sömu björgunarsveitir að því verki.

Samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra var hluti af því vandamáli sem skapaðist vegna fólksbíla sem hefðu ekki átt að vera á ferðinni, miðað við veðurspá og upplýsingar um færð.

 


Til baka

Senda á Facebook

Framundan