18. nóvember 2012 21:30
Fjallamennska, skotstjóranámsskeið og björgunarhestaæfing helgina 23.-25. nóv
Það ætti engum í Björgunarsveitinni Brák að leiðast um næstu helgi því að það verður margt um að vera. Fjallamennskunámsskeið byrjar föstudagskvöldið 23. nóv. og stendur fram á sunnudag 25. nóv., skotstjóranámsskeið verður í Borgarnesi laugardaginn 24. nóv. og svo verða Björgunarhestar með æfingu sama dag kl.12:30 að Hæl í Flókadal. Þeir sem eiga eftir að skrá sig á námsskeið eru hvattir til að gera það sem allra fyrst hjá formannii í síma: 8605630. Þeir sem eiga eftir að skrá sig á Björgunarhestaæfinguna geri það hjá Höllu í síma: 6990717.
Til baka